Taktu prófið

Viltu hafa efni á því að hætta að vinna?

Vissir þú að uþb. 90.000 Íslendingar urðu fyrir allt að 50% tekjuskerðingu við starfslok?

Láttu það ekki henda þig.  Taktu prófið og sjáðu hvar þú stendur!

Hvernig sérð þú fyrir þér lífið við starfslok?

Starfslok fela í sér frábært tækifæri og frelsi til að lifa lífinu lifandi.  En frelsið kostar og því hefur traustur fjárhagur mikið að segja.

Þú getur tryggt þína fjárhagslegu framtíð með því að taka þetta eina skref.


  • Ertu sjálfstætt starfandi?
    Margir verktakar og sjálfstætt starfandi greiða lágmarksiðgjöld í sjóði og því er viðbótarsparnaður afar mikilvægur.
  • Tryggður höfuðstóll
    Það borgar sig að velja örugga fjárfestingarleið þegar um langtímasparnað er að ræða.  90% trygging á höfuðstól, auk vaxta er ein besta leiðin sem þér býðst.


Um okkur

Tryggingamál eru flókin.  Jafnvel óþægileg og erfitt fyrir venjulegt fólk að átta sig á því hvers konar trygging hentar best.  Ertu að oftryggja þig, eða jafnvel vantryggja?  Ótal atriði geta haft áhrif á tryggingaval þitt, eins og fjölskyldustærð, menntun, aldur og starfsgrein.  

Að finna réttu trygginguna getur því verið höfuðverkur.

Þar kemur Tryggjum rétt til sögunnar.  Við erum einungis í samstarfi við trausta, löggilta ráðgjafa sem eiga langan og farsælan feril á tryggingamarkaði að baki.

Tryggjum rétt er óháð tryggingafélögum en býður þér að komast í samband við löggilda aðila ef þú óskar.  Þannig brúum við bilið milli þín, og þess tryggingasérfræðings sem hentar þínum þörfum best.  Þjónustan er þér algjörlega að kostnaðarlausu.

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. hóf starfsemi sína 13. janúar 1999 og er því ein af elstu vátryggingamiðlunum landsins.

Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og löggiltur vátryggingamiðlari er stofnandi og eigandi miðlunarinnar en hann á að baki langan og farsælan starfsferil á sviði vátrygginga eða allt frá árinu 1984.

Aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mikla þekkingu á lífeyris- og tryggingamálum og hafa sumir hverjir margra ára reynslu í faginu.

Nýja vátryggingaþjónustan er óháð vátryggingamiðlun og á ekki í eignatengslum við nein tryggingafélög, hvorki hérlendis né erlendis.

Þjónusta

Frá fyrsta degi hefur markmið Tryggjum rétt verið að auðvelda íslenskum fjölskyldum að finna út örugga og hagkvæma kosti í tryggingamálum, ókeypis og án skuldbindinga. 

Tryggjum rétt leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum persónulega og faglega ráðgjöf varðandi þá kosti sem bjóðast á íslenskum vátryggingamarkaði. Ráðgjafar okkar annast þarfagreiningu og hafa milligöngu um að koma á samningum milli viðskiptavina og þeirra tryggingafélaga sem þeir eru í samstarfi við.

Í samstarfi við löggilta tryggingaráðgjafa getum við boðið þér faglega og hlutlausa ráðgjöf, án gjalds.

Taktu prófið

Það tekur bara nokkrar sekúndur.

Finndu besta kostinn

Sjáðu hvaða kosti þú átt í stöðunni.

Meira öryggi

Ef þú vilt, færðu samband við ráðgjafa.