Niðurstaðan þín

Við höfum fundið líftrygginguna þína!

Glæsilegt!  Ef þú leggur fyrir kr.  á mánuði í ár, muntu geta gengið að kr. [urlp


nota parms hér sem endurtaka það sem lead sagði, reinforce yes ladder.

.

Þar sem þú ert , þá er þetta skynsamlegur kostur.

Við finnum hagstæðustu og bestu tryggingaverndina fyrir þig eða fjölskyldu þína, án skuldbindingar.

ÓKEYPIS RÁÐGJÖF

Við skiljum þig.  Ókeypis og engin skuldbinding. 100% trúnaður.

Tryggðu fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar


Nýja vátryggingaþjónustan er ein elsta vátryggingamiðlun landsins, stofnuð árið 1999.  Hjá okkur starfa löggiltir og reyndir starfsmenn sem bjóða þér bestu mögulegu kjör.  Við seljum tryggingar fyrir valin tryggingafélög og bjóðum bestu mögulegu þjónustu og gæði.

Það kostar ekkert að fá ráðgjöf og tilboð í tryggingar.  Þú sérð svart á hvítu hver sparnaðurinn er áður en þú tekur tilboði, og við sjáum um alla skráningarvinnu fyrir þig svo þú þarft ekkert að gera.

TRYGGINGAR FRÁ TRAUSTUM AÐILUM

Þegar um líftryggingu er að ræða skiptir öryggi miklu máli.  Við getum boðið 100% örugga líftryggingu með föstum iðgjöldum út samningstímann.

Nývá býður einungis örugga og hagkvæma tryggingakosti og veitir hlutlausa ráðgjöf og starfar auk þess án eigna- eða hagsmunatenglsa við tryggingafélög


NÝVÁ - TRAUST TRYGGINGARÁÐGJÖF FRÁ 1999

  • Löggiltir, reynslumiklir starfsmenn með yfirgripsmikla þekkingu á tryggingamarkaði
  • Við sjáum um allt ferlið fyrir þig, flutning og uppsögn trygginga ef þörf krefur
  • Óháð tryggingamiðlun,án eignatengsla við innlend og erlend tryggingafélög
  • Ef viðskiptavinur verður fyrir tjóni, gætum við réttar hans gagnvart viðkomandi tryggingafélagi
  • Með reglubundnu millibili setjum við okkur í samband við viðskiptavini okkar til að endurmeta vátryggingaþarfir með tilliti til breyttra aðstæðna þeirra eða breytinga á sjálfum vátryggingamarkaðnum.
  • Nýja vátryggingaþjónustan ehf. er með í gildi Starfsábyrgðartrygginu hjá Verði hf.

ÁHYGGJULAUS FRAMTÍÐ

Spurt og svarað um líftrygginguna

Hve snemma get ég byrjað?

Þvi´fyrr því betra.  Þannig tryggir þú þér lægstu iðgjöldin til frambúðar.  Ólíkt flestum líftryggingum, þá hækkar iðgjaldið ekki með hækkandi aldri.  Þú greiðir því sama iðgjald í dag, og eftir 30 ár, ef því er að skipta.

Er hægt að fá iðgjöldin endurgreidd?

Já, það er mögulegt að stilla trygginguna þína þannig að við lok samnings fáist iðgjöldin endurgreidd.

Hvers vegna líftrygging með söfnun?

Ef eitthvað válegt henti þig, myndi fjölskylda þín og aðstandendur ekki einungis missa kæran ástvin heldur er líklegt að fjárhagslegar skuldbindingar þínar muni falla á lögerfingja. Líftrygging með söfnun er ábyrgur kostur sem veitir eftirlifendum þínum fjárhagslegt öryggi. Líftrygging er nauðsynleg ungum fjölskyldum, fyrirvinnum, sambúðaraðilum, sjálfstætt starfandi og lánþegum.

Enginn ábyrgur framfærandi fjölskyldu ætti að vera án líftryggingar.

Er hægt að stöðva greiðslur tímabundið?

Líftrygging með söfnun:
Hægt er að stöðva greiðslur tímabundið. Engin tryggingavernd er fyrir hendi á meðan iðgjöld eru ekki greidd. Ef iðgjaldagreiðslustopp varir lengur en í 6 mánuði þarf að fara í nýtt áhættumat.  Hafðu samband við okkur hjá Nývá til að stöðva greiðslu iðgjalda.

Líftrygging án söfnunar:
Hægt er að stöðva iðgjaldagreiðslur, en skilgreina þarf tímabilið fyrirfram. Engin tryggingavernd er fyrir hendi á meðan iðgjöld eru ekki greidd.  Hafðu samband við okkur hjá Nývá til að stöðva greiðslu iðgjalda.

Hvers vegna líftrygging?

Líftrygging er mikilvægasta tryggingin þín, tilgangur hennar er að tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda.

Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?

Menntun, starf og heilsufar geta haft áhrif á iðgjaldið, sem engu að síður helst óbreytt út samningstímann.  Iðgjaldið er greitt í Evrum.

Er hægt að breyta iðgjaldi?

Já, hægt er að breyta iðgjaldi á ýmsa vegu.  Hafðu samband við okkur hjá Nývá ef þú vilt breyta iðgjaldi.

Er líftrygging dýrari fyrir reykingafólk?

Já, það er dýrara fyrir reykingarfólk að líftryggja sig en hægt er að breyta líftryggingunni í reyklausa ef viðkomandi hefur verið reyklaus í 12 mánuði eða lengur.

Um okkur

Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum persónulega og faglega ráðgjöf varðandi þá kosti sem bjóðast á íslenskum vátryggingamarkaði.

Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og löggiltur vátryggingamiðlari er stofnandi og eigandi miðlunarinnar en hann á að baki langan og farsælan starfsferil  á sviði vátrygginga eða allt frá árinu 1984.

Ráðgjafar okkar annast þarfagreiningu og hafa milligöngu um að koma á samningum milli viðskiptavina og þeirra tryggingafélaga sem miðlunin er í samstarfi við.

Viðskiptavinurinn í fyrirrúmi - ekki tryggingafélagið

  • Nýja vátryggingaþjónustan ehf.  er löggilt vátryggingamiðlun með starfsleyfi frá Viðskiptaráðuneytinu síðan 13. janúar 1999.
  • Miðlunin er óháð tryggingafélögum og á ekki í eignatengslum við nein tryggingafélög, hvorki hérlendis né erlendis.
  • Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir sérþekkingu sem gerir því kleift að leggja hlutlaust mat á þá kosti sem í boði eru á tryggingamarkaðnum.
  • Miðlunin leitast við að finna hagstæð iðgjöld fyrir viðskiptavini sína miðað við tryggingaþörf hverju sinni.
  • Ráðgjöf okkar er fagleg, persónuleg og einstaklingsmiðuð og kemur í veg fyrir að viðskiptavinur sé of- eða vantryggður.
  • Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að leita réttar síns gagnvart tryggingafélagi sínu, komi til tjóns.
  • Starfsemin er lögvernduð og er undir eftirliti fjármálaeftirlits sbr. lög um miðlun vátrygginga nr. 32/2005.
  • Skv. Áðurnefndum lögum er til staðar gild starfsábyrgðartrygging, sem verndar vátryggingartakann gegn tjóni sem rekja má til gáleysis vátryggingamiðlarans.

Þarfir fólks eru mismunandi.  Þá getur verið nauðsynlegt að fá faglega, óháða ráðgjöf.

  • Hver er munurinn á sjúkdóma- og sjúkratryggingum ?
  • Nær sjúkdómatryggingin yfir alla sjúkdóma ? 
  • Nær sjúkratryggingin yfir alla sjúkdóma?
  • Eru dánarbætur v/slysa það sama og líftrygging ? 
  • Hvernig virkar lausafjártrygging ?
  • Hvað er launþegatrygging ?
  • Ef hús er brunatryggt er þá innbúið tryggt ?
  • Hver eru skilyrði fyrir greiðsluskyldu tryggingafélags ef um innbrot er að ræða ? 
  • Er skemmd á útidyrahurð bætt með innbústryggingu ef brotist er inn ?
  • Hvernig virkar húseigandatrygging eða fasteignatrygging ?
  • Hvað er kaskótrygging á innbúi ?
  • Hvað er ábyrgðartrygging ?
Einfalt

Við höfum samband við þig fljótlega.

Öruggt

Við heitum fullum trúnaði.

Skilvirkt

Við sjáum um flutning á tryggingum, þú þarft ekkert að gera.